12.05.1981
Efri deild: 96. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 4249 í B-deild Alþingistíðinda. (4341)

56. mál, Framleiðsluráð landbúnaðarins

Landbrh. (Pálmi Jónsson):

Herra forseti. Hv. 11. landsk. taldi mjög mikilvægt að ég hefði ekki gert aths. eða hrakið mörg atriði í máli hans. (EgJ: Ég taldi það ekki mjög mikilvægt.) En ég skrifaði nákvæmlega eftir hv. þm. „mjög mikilvægt“. Ég sá ekki ástæðu til þess að fjalla um ræðu hans ítarlega, hún var ekki þess efnis. Ég tók aðeins til greina höfuðatriði hennar og sýndi fram á tvískinnung í máli hv. þm. Enn kom fram sami tvískinnungur sem ég ætla ekki að fara að elta ólar við.