12.05.1981
Efri deild: 96. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 4249 í B-deild Alþingistíðinda. (4344)

36. mál, tímabundið innflutningsgjald á sælgæti og kex

Iðnrh. (Hjörleifur Guttormsson):

Herra forseti. Ég leyfi mér í fjarveru hæstv. fjmrh. að mæla fyrir frv. til l. um sérstakt tímabundið innflutningsgjald á sælgæti og kex. Frv. þetta er komið frá Nd. og það er flutt til staðfestingar á brbl. sem sett voru hinn 5. sept. 1980 um slíkt gjald eftir að það hafði verið kynnt fríverslunarsamtökum sem við eigum aðild að. Það var lagt á samkvæmt sérstakri heimild í 20. gr. EFTA-samningsins um tímabundnar aðgerðir til að skjóta skildi fyrir iðngreinar sem standa frammi fyrir verulegum erfiðleikum. Var á það fallist að þetta gjald yrði lagt á til 18 mánaða, og er gert ráð fyrir að það haldist, eins og greinir í frv., til 1. mars 1982.

Ég ætla ekki að orðlengja þetta frekar, en legg til að að lokinni umr. hér í hv. deild verði málinu vísað til fjh.- og viðskn. hv. deildar.