15.05.1981
Sameinað þing: 83. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 4434 í B-deild Alþingistíðinda. (4472)

254. mál, alþjóðasamningur um varnir gegn töku gísla

Benedikt Gröndal:

Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. í fjarveru formanns utanrmn. um till. til þál. um heimild fyrir ríkisstj. til að staðfesta alþjóðasamning um varnir gegn töku gísla. Þetta er einn af samningum sem Íslendingar hafa þegar gerst aðilar að vegna þeirra óskapa, sem ganga á í heiminum, og þeirra hermdarverka, sem eru nú nálega daglegur viðburður.

Utanrmn. hefur athugað þetta mál og er einróma sammála um að mæla með því við Alþingi að till. verði staðfest og að alþjóðasamningur Sameinuðu þjóðanna um varnir gegn töku gísla verði þar með staðfestur af Íslands hálfu.