15.05.1981
Sameinað þing: 83. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 4440 í B-deild Alþingistíðinda. (4488)

108. mál, samkeppnisstaða íslendinga

Frsm. (Garðar Sigurðsson):

Herra forseti. Sem betur fer hafa hv. þm. yfirleitt leyfi til að gera stuttar aths. ef að þeim er sneitt. Ég kalla að það hafi verið gert í ræðu hv. þm. Alberts Guðmundssonar með því að segja að ég hafi staðfest þetta og hitt sem hann taldi upp. Sú staðfesting var ekki í mörgum atriðum, og ég er hræddur um að það, sem ég sagði, hafi ekki verið alveg hárrétt endursagt í ræðu hv. þm.

Herra forseti. Aðeins örfá orð í viðbót varðandi það sem ég sagði hér um innflutninginn og þá menn sem flytja miskunnarlaust inn vörur, en þessi innflutningur verður þess valdandi, að stór hópur manna í ýmsum iðngreinum í landinu missir vinnu sína. Þessum mönnum ætla ég ekki að hrósa fyrir að veita vinnu hér í landinu, og mér er alveg sama hvort þeir hafa góðar eða vondar tekjur.