15.05.1981
Sameinað þing: 83. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 4445 í B-deild Alþingistíðinda. (4498)

235. mál, innlendur lyfjaiðnaður

Frsm. (Guðmundur G. Þórarinsson):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. allshn. varðandi þáltill. um eflingu innlends lyfjaiðnaðar. Nál. kemur fram á þskj. 794.

Nefndin hefur fjallað um tillöguna og fékk umsagnir um hana frá Lyfjaverslun ríkisins, Apótekarafélagi Íslands, Lyfjafræðingafélaginu, Lyfjaeftirliti ríkisins, Verslunarráði, Félagi ísl. stórkaupmanna, Rannsóknastofnun háskólans í lyfjafræði, Félagi ísl. iðnrekenda, landlækni, heilbr.- og trmrn. og lyfjanefnd.

Nefndin flytur brtt. á sérstöku þskj. og mælir með till. svo breyttri. Brtt. frá allshn., sem fyrir liggur á þskj. 795, hljóðar svo:

„Tillögugreinin orðist svo:

Alþingi ályktar að fela ríkisstj. að skipa nefnd er fái það hlutverk að vinna að ítarlegum tillögum um eflingu innlends lyfjaiðnaðar.“