15.05.1981
Neðri deild: 95. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 4492 í B-deild Alþingistíðinda. (4537)

290. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Fjmrh. (Ragnar Arnalds):

Herra forseti. Fyrirtæki í landinu njóta margvíslegra skattfríðinda og meðal þeirra fríðinda, sem þau njóta, þau sem rekin eru í félagsformi, er að þau mega draga 25% frá tekjum, áður en skattur er á lagður, og leggja fé í varasjóð. Hér er gerð till. um samsvarandi heimild. En ég vek á því athygli, að gert er ráð fyrir í þessari till. að þessi 25% frádráttur komi til viðbótar við þau hlunnindi sem fyrir eru, og þóttu þó mörgum þau ærin fyrir. Ég segi nei.