15.05.1981
Neðri deild: 95. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 4493 í B-deild Alþingistíðinda. (4540)

290. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Fjmrh. (Ragnar Arnalds):

Herra forseti. Í 17. gr. stjfrv. er ráð fyrir því gert, að heildarfjárhæð fyrninga verði lækkuð um allt að 1/10 hluta ef hreinar tekjur af rekstrinum ná ekki a. m. k. 5% af heildartekjum, til þess að tryggja að sem allra flest fyrirtæki taki nokkurn þátt í sameiginlegum þörfum landsmanna með greiðslu tekjuskatts.

Ég er ósáttur við að þessi grein skuli vera felld niður úr frv., en miðað við þá samstöðu, sem tekist hefur í fjh.- og viðskn. um afgreiðslu þessa máls, greiði ég ekki atkv.