15.05.1981
Neðri deild: 95. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 4496 í B-deild Alþingistíðinda. (4550)

290. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Sighvatur Björgvinsson:

Herra forseti. Það ákvæði, sem samþykkt hefur verið á þessu þskj. til breytingar á gildandi skattalögum, breytir engu um útgáfu skattskrár. Skattskrá kemur út eftir sem áður þá fyrst þegar öllum úrskurðum kærumála er lokið. Þau ákvæði, sem hér hafa verið samþykkt, eru einvörðungu á þá lund, að þegar álagning hefur farið fram mun álagningarskrá verða lögð fram af hálfu skattstjóra, og þeir fá sjálfir að haga því til hvernig svo sem þeir gera grein fyrir þeirri álagningu. Ég segi já.