18.05.1981
Efri deild: 107. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 4557 í B-deild Alþingistíðinda. (4710)

312. mál, sjóefnavinnsla á Reykjanesi

Iðnrh. (Hjörleifur Guttormsson):

Herra forseti. Ég leyfi mér að þakka hv. iðnn. þessarar deildar fyrir góð störf í sambandi við þetta mál og mér þykir ánægjuefni að það hefur orðið samstaða í n. um nál. Ég get vel fellt mig við þær brtt. sem n. gerir á upphaflegu frv., og ég er viss um að það verk, sem hv. iðnn. hefur í þetta lagt, á eftir að greiða götu þessa máls gegnum þingið. Fylgiskjöl, sem prentuð eru með áliti n., bera vott um að hún hefur leitað furðuvíða fanga í sambandi við athugun málsins á stuttum tíma, sem hún hafði til að fjalla um þetta, og þetta vil ég þakka.