18.05.1981
Efri deild: 108. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 4557 í B-deild Alþingistíðinda. (4723)

307. mál, fiskveiðar á Norðaustur-Atlantshafi

Frsm. (Stefán Guðmundsson):

Herra forseti. Nefndin hefur fjallað um frv. til l. um aðild Íslands að samningi um framtíðarsamvinnu ríkja varðandi fiskveiðar á Norðaustur-Atlantshafi, en meginefni þessa frv. er að ríkisstj. er heimilt að fullgilda fyrir Íslands hönd samning frá 18. nóv. 1980 um framtíðarsamvinnu ríkja varðandi fiskveiðar á Norðaustur-Atlantshafi.

Nefndin hefur rætt frv. á fundi sínum 18. maí og er sammála um afgreiðslu þess og leggur til að það verði samþykkt án breytinga. Undir nál. skrifa Stefán Guðmundsson, Guðmundur Bjarnason, Geir Gunnarsson, Kjartan Jóhannsson, Egill Jónsson, Guðmundur Karlsson og Gunnar Thoroddsen.