19.05.1981
Efri deild: 111. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 4586 í B-deild Alþingistíðinda. (4773)

290. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Fjmrh. (Ragnar Arnalds):

Herra forseti. Í tilefni af orðum hv. þm. Stefáns Jónssonar vil ég taka það fram, þó að ég andmæli þessari till. og að orðalag laganna verði með þeim hætti sem gerð er hér till. um, að það er sjálfsagt að athuga þetta mál betur. Það er sjálfsagt að athuga það betur og átta sig á því til fulls, hvað er satt og rétt í þessu máli, og ræða það við þá aðila sem gerst þekkja. En ég held að það væri ekki hyggilegt, að setja inn í lögin orðalag sem útvíkkaði hugsanlega þessa ívilnunarreglu með þeim hætti sem gerð er till. um.

Ég vil taka það fram, að það er alveg á hreinu að beitingamenn í akkorði hafa ekki notið þessarar reglu og munu ekki njóta hennar.

Að lokum vil ég þakka deildinni fyrir hraða og góða afgreiðslu þessa máls.