20.05.1981
Efri deild: 112. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 4668 í B-deild Alþingistíðinda. (4823)

138. mál, tollskrá

Eiður Guðnason:

Herra forseti. Hér er verið að fjalla um frv. til l. um breytingu á tollskrá. Ég hefði viljað mæla fyrir brtt. sem er að vísu of seint fram komin og þarf afbrigði fyrir. Sú brtt. — og hefur það mál reyndar borið á góma hér áður — varðar tolltekjur til Ríkisútvarpsins, en það er um það eins og önnur mál að aldrei er góð vísa of oft kveðin. Nú er fyrirhugað með öðru frv., sem hér er til umr., að leggja enn frekari fjárhagsbyrðar á Ríkisútvarpið, en þar á ég við frv. til l. um Sinfóníuhljómsveit Íslands sem hér er til meðferðar. En sú brtt., sem ég mæli hér fyrir, er að við 1. gr. þessa frv. bætist ný mgr., 3. mgr., svohljóðandi:

„Tekjur af tollskrárnúmerum 85.15.20 og 85.15.25 (sjónvarpstæki) renni til Ríkisútvarpsins.“