20.05.1981
Efri deild: 112. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 4680 í B-deild Alþingistíðinda. (4843)

139. mál, söluskattur

Frsm. (Guðmundur Bjarnason):

Herra forseti. Fjh.- og viðskn. Ed. hefur tekið til athugunar frv. til l. um breyt. á lögum nr. 10 frá 22. mars 1960, um söluskatt, með áorðnum breytingum. Frv. þetta var búið að fara í gegnum Nd. og var fjh.- og viðskn. Nd. sammála um afgreiðslu þessa frv. með smávegis orðalagsbreytingum, en frv. felur í sér niðurfellingu á söluskatti á vogum og rafeindatækjum til mælinga og skoðana í fiskiðnaði. Þetta er talið mjög brýnt hagsmunamál fyrir fiskiðnaðinn og einnig fyrir hinn ört vaxandi rafeindaiðnað okkar Íslendinga.

Undir þetta nál. skrifa hv. nm. Ólafur Ragnar Grímsson með fyrirvara og Kjartan Jóhannsson, Guðmundur Bjarnason, Davíð Aðalsteinsson, Eyjólfur Konráð Jónsson og Lárus Jónsson. Nefndin mælir með því að frv. verði samþykkt.