20.05.1981
Efri deild: 113. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 4686 í B-deild Alþingistíðinda. (4857)

138. mál, tollskrá

Eiður Guðnason:

Herra forseti. Ég lít svo á, eftir yfirlýsingu hv. 11. þm. Reykv., að í orðum hans felist viljayfirlýsing um að vinna að því að kanna með hverjum hætti unnt verði að tryggja Ríkisútvarpinu þessar tolltekjur að nýju. Í trausti þess, að það mál nái fram að ganga með ágætri samvinnu við hann og fjmrh., dreg ég þessa till. til baka.