20.05.1981
Neðri deild: 101. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 4720 í B-deild Alþingistíðinda. (4926)

226. mál, atvinnuréttindi útlendinga

Halldór Blöndal:

Herra forseti. Þessi atkvgr. var endurtekin að hluta. Í fyrra skiptið greiddu hæstv. iðnrh. Hjörleifur Guttormsson og hæstv. menntmrh. Ingvar Gíslason atkvæði á móti þegar till. var endurtekin og búið var að hnippa í hæstv. ráðh. og segja þeim hvaða mál væri á dagskrá sögðu þeir já og greiddu atkv. með. Ég vil freista þess að biðja hæstv. forseta að láta endurtaka atkvgr. og sjá hvernig atkv. þeirra falla í þriðja sinnið.