20.05.1981
Neðri deild: 101. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 4721 í B-deild Alþingistíðinda. (4930)

288. mál, Landakaupasjóður kaupstaða og kauptúna

Friðrik Sophusson:

Herra forseti. Eins og fram kemur í nál. á þskj. 915 hef ég skrifað undir með fyrirvara og skýrist það af því, að ég stend ekki að þeirri brtt., sem er á þskj. 916, að breyta nafni frv. aftur úr landkaupasjóði í landakaupasjóð. Ég hef gengið úr skugga um að landkaupasjóður og landakaupasjóður eru álíka góð orð í íslensku máli. En þótt ekki væri nema vegna þess, að það gæti valdið misskilningi vegna nýlegra bruggfrétta ef landakaup ættu sér stað t. d. í Garðahreppi, finnst mér ástæða til að halda nafninu eins og það kemur úr Ed.