20.05.1981
Neðri deild: 102. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 4726 í B-deild Alþingistíðinda. (4946)

Umræður utan dagskrár

Forseti (Sverrir Hermannsson):

Ef það er óþinglegt að taka raforkuver inn á dagskrá, sem ekki hafa verið afgreidd úr n., á það líka við um dýralækna. (MB: Það er búið að afgreiða úr nefnd.) Það er ekki nema annað nál. — minnihlutaálit meira að segja. (MB: Þau hafa þá bara, ekki komið úr prentun. Það er oft gert.) Það er minni hluta álit meira að segja.

En frv. um dýralækna kom frá Ed. 13. maí og það verður ekki talið upp á að hér hafi neitt verið tafið fyrir málinu nú þegar við erum hinn 20. maí komin þó með það á dagskrá og eigum von á að ná því til 2. umr. á morgun.

Um raforkuverin gildir það, að í gærkvöld var ég upplýstur um að fyllstu líkur væru á að þetta mál kæmi til umr. á fundi í dag. Forsetar höfðu skipulagt það með þingflokksformönnum, hvernig umr. skyldi hagað og málafylgju allri hér í hv, deild, með beinu tilliti til þess. Því var það að þetta frv. var tekið inn, og veit ég að menn skilja ástæður þess.