21.05.1981
Sameinað þing: 87. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 4771 í B-deild Alþingistíðinda. (5017)

280. mál, stóriðjumál

Halldór Blöndal:

Herra forseti. Þótt mér þyki gott að heyra að hæstv. forsrh. nefnir nafn Bjarna Benediktssonar þætti mér hitt meira vert ef hann reyndi að tileinka sér skoðanir hans og eindrægni. Hæstv. forsrh. skírskotaði til iðnaðarstefnu ríkisstj., sem liggur nú dauð í iðnn. og fæst ekki þaðan afgreidd vegna fyrirskipunar frá ríkisstj.

Í því máli, sem hér liggur fyrir, á ég ekki samleið með Alþb.-mönnum. I því skilur svo mjög á milli sjálfstæðismanna og kommúnista að sjónarmiðin verða ekki samræmd. Með hliðsjón af stefnu og hugsjónum Sjálfstfl., með skírskotun til ályktana Sjálfstfl. fyrr og síðar, með skírskotun af reynslunni segi ég nei.