21.05.1981
Neðri deild: 103. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 4832 í B-deild Alþingistíðinda. (5108)

262. mál, lagmetisiðnaður

Frsm. (Skúli Alexandersson):

Herra forseti. Iðnn. Nd. hefur fjallað um frv. um lagmetisiðnað og Þróunarsjóð lagmetisiðnaðarins með þeim breytingum sem Ed. gerði á því frv. Við fengum til fundar við okkur þá Heimi Hannesson framkvæmdastjóra Sölustofnunar lagmetis og Örn Erlendsson framkvæmdastjóra Triton hf., og lýstu þeir skoðunum sínum og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin leggur til að frv. verði samþ. eins og það kom frá Ed. Guðmundur G. Þórarinsson áskilur sér þó rétt til þess að styðja eða flytja brtt.