22.05.1981
Efri deild: 120. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 4882 í B-deild Alþingistíðinda. (5191)

56. mál, Framleiðsluráð landbúnaðarins

Frsm. meiri hl. (Jón Helgason):

Herra forseti. Vegna þess, sem kom hér fram hjá hv. síðasta ræðumanni, vil ég aðeins geta þess, að á fundi, sem ég var á, sameiginlegum með mönnum úr landbn. Nd., þar sem Jónatan Þórmundsson mætti, vildi hann ekki fullyrða neitt um það, að þessi lagasetning stæðist ekki. En það var ekki fyrst og fremst það sem kom til að ég kvaddi mér hér hljóðs, heldur hitt, að ég gleymdi áðan við 2. umr. að benda á prentvillu sem hafði orðið í frv. eins og það kom frá Nd. Það er í 1. gr., 4. mgr. a-liðar, þar sem stendur: „að draga saman búvörutegundir“, en á vitanlega að vera „búvöruframleiðslu“. Það hefur af einhverjum ástæðum komið þarna inn orð sem augljóslega er ekki skiljanlegt.