22.05.1981
Efri deild: 120. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 4883 í B-deild Alþingistíðinda. (5195)

56. mál, Framleiðsluráð landbúnaðarins

Eyjólfur Konráð Jónsson:

Herra forseti. Það er alrangt, sem fram kom hér hjá hv. þm. Ólafi Ragnari Grímssyni, að nm. og alþm. hafi ekki fyrr verið kunnugt um afstöðu lögmanna. Greinargerð Helga V. Jónssonar hefur legið hér frammi í margar vikur og líklega marga mánuði, hún lá hér fyrir a. m. k. þegar ég kom frá Ameríku, að vísu send frá Verslunarráðinu, en hún er ekki verri fyrir það. Hún lá a. m. k. í mínum möppum og mínum hirslum þá og þá vafalaust annarra þm. Þetta hefur því legið fyrir lengi, enda kom það fram hjá hv. þm. Jóni Helgasyni, að prófessor Jónatan Þórmundsson hefði komið á fund nefndanna um þetta mál. Það er því alrangt, sem hv. þm. Ólafur Ragnar Grímsson segir, að það sé fyrst nú í dag sem þessu sé andmælt og bent á að hér sé um stjórnarskrárbrot að ræða. Ég tel að svo sé, það sé stjórnarskrárbrot, og hlýt því að segja nei.