22.05.1981
Neðri deild: 106. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 4887 í B-deild Alþingistíðinda. (5209)

320. mál, raforkuver

Landbrh. (Pálmi Jónsson):

Herra forseti. Með 5. gr. frv. er aflað heimildar til eignarnáms á vatnsréttindum, landi, mannvirkjum og öðrum réttindum sem nauðsynleg eru vegna þeirra virkjunarframkvæmda sem frv. gerir ráð fyrir. Þessar heimildir getur þurft að nota og er ekkert því til fyrirstöðu að Alþingi kveði skýrt á um vilja sinn um það efni þegar þar að kemur. Samningaviðræður hafa staðið yfir milli fulltrúa ríkisins og hagsmunaaðila vegna Blönduvirkjunar. Þeim samningum er ekki lokið, en verður haldið áfram og leiða þeir vonandi til niðurstöðu. Ég tel því ekki tímabært að taka á þessu stigi ákvörðun um eignarnám og segi nei.