22.05.1981
Neðri deild: 107. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 4913 í B-deild Alþingistíðinda. (5249)

301. mál, umferðarlög

Halldór Ásgrímsson:

Herra forseti. Ég vil fagna þessu frv. og er eindreginn fylgismaður þess. Löghlýðnir menn, sem ekki vilja nota bílbelti, geta notfært sér heimild í 64. gr. laganna, en þar stendur: „Eigi er skylt að nota öryggisbelti við akstur aftur á bak.“ — enda tel ég slíka hegðun henta þeim vel til að gæta samræmis við afstöðu sína í máli þessu, þar með taldir fyrrv. lögregluþjónar.