13.11.1980
Sameinað þing: 19. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 675 í B-deild Alþingistíðinda. (526)

Rannsókn kjörbréfs - varamenn taka þingsæti

Frsm. (Jósef H. Þorgeirsson):

Herra forseti. Kjörbréfanefnd hefur haft til athugunar kjörbréf Sigurgeirs Sigurðssonar bæjarstjóra á Seltjarnarnesi, sem er 1. varamaður Sjálfstfl. í Reykjaneskjördæmi og tekur sæti fyrir Ólaf G. Einarsson, 3. þm. Reykn.

Enn fremur kjörbréf Gunnars R. Péturssonar rafvirkja, sem er 1. varaþm. Alþfl. í Vestfjarðakjördæmi og tekur sæti fyrir Sighvat Björgvinsson.

Kjörbréfanefnd er sammála um að leggja til að þessi kjörbréf verði bæði metin gild.