22.05.1981
Neðri deild: 107. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 4944 í B-deild Alþingistíðinda. (5273)

320. mál, raforkuver

Halldór Blöndal:

Herra forseti. Það hefur komið fram þrásinnis hjá orkumálastjóra, að athuganir á virkjunum tengdum stóriðju fara fram varðandi suðvesturhornið, Reyðarfjörð og Eyjafjarðarsvæðið. Ég sé ástæðu til þess að þrýsta á, að þvílíkar athuganir verði framkvæmdar með meiri ákveðni en verið hefur, og legg mikið upp úr því, að stóriðjustefnan sem slík verði viðurkennd af Alþingi. Til þess að leggja áherslu á það atriði og sömuleiðis hitt, að stóriðja er hvorki einkamál Hvalfjarðar né Suðurnesja, heldur getur líka stutt heilbrigða byggðaþróun á Norðurlandi og Austfjörðum, segi ég já.