22.05.1981
Neðri deild: 107. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 4946 í B-deild Alþingistíðinda. (5284)

322. mál, Framleiðsluráð landbúnaðarins

Flm. (Friðrik Sophusson):

Herra forseti. Ég hef flutt frv. til l. um breytingu á framleiðsluráðslögum ásamt þeim hv. þm. Steinþóri Gestssyni og Albert Guðmundssyni. Þetta er 322. mál þingsins, kom fyrir þingið um svipað leyti og frv. um raforkuver. Það er álit mitt, að eðlilegt sé að þetta frv. verði sent til fjh.- og viðskn. og sé þaðan sent til umsagnar til þess að liðka fyrir því, að hæstv. landbrh, eða landbrn. geti útbúið frv. til l. um breytingu á framleiðsluráðslögum hvað þetta atriði varðar. En áður hefur verið mælt fyrir till. sama efnis sem flutt er af hv. þm. Vilmundi Gylfasyni o. fl. Á þeirri till. eru sex þm. Alþfl. í Nd. Þegar það mál var til umr. flutti ég ítarlega ræðu þar sem ég kynnti frv. það sem hér er til umr. Þarf ég því ekki að endurtaka rök með frv., en æski þess, að málinu verði vísað til fjh.- og viðskn.