25.05.1981
Sameinað þing: 90. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 5024 í B-deild Alþingistíðinda. (5398)

Þinglausnir

Þorv. Garðar Kristjánsson:

Herra forseti. Ég er þess fullviss, að ég hreyfi því sem býr hv. þm. sameiginlega í hug, þegar ég leyfi mér að flytja hæstv. forseta þakkir fyrir þau hlýju orð og þær góðu óskir sem hann hefur mælt til okkar þm.

Ég leyfi mér einnig að þakka honum forsetastörfin, alúðlega rækt, réttláta fundarstjórn og ágætt samstarf á því þingi sem nú er að ljúka.

Ég óska hæstv. forseta allra heilla og fjölskyldu hans og vona að við hittum hann heilan á húfi næsta haust þegar Alþingi kemur á ný saman til starfa.

Ég bið ykkur, hv. alþm., að taka undir þessar óskir til hæstv. forseta með því að rísa úr sætum. — [Þingmenn risu úr sætum.]