13.11.1980
Neðri deild: 16. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 696 í B-deild Alþingistíðinda. (558)

45. mál, viðskptafræðingar

Friðrik Sophusson:

Herra forseti. Örstutt um þetta mál.

Ég er stuðningsmaður þessa litla frv. Það er flutt, eins og kom fram, að beiðni félags hagfræðinga og viðskiptafræðinga.

Ég vil taka það fram, sem mér fannst ekki koma nægilega skýrt fram í framsöguræðu hæstv. ráðh., að þessu starfsheiti fylgja engin sérréttindi. Ég vil leggja á það sérstaka áherslu vegna þess að ég tel varhugavert ef verið er að lögbinda starfsheiti með sérréttindum í lögum. Hér er ekki um það að ræða, heldur fyrst og fremst hitt, að eftir að fjölbrautaskólarnir tóku upp viðskiptasvið var opin leið fyrir þá, sem útskrifuðust þaðan, að kalla sig viðskiptafræðinga. Vegna þess ruglings, sem slíkt kynni að skapa, er eðlilegt að gera mun á stöðuheitum. Það hlýtur að vera til hagsbóta fyrir allan almenning.