18.11.1980
Sameinað þing: 20. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 732 í B-deild Alþingistíðinda. (600)

46. mál, breytt verðgildi íslensks gjaldmiðils

Pétur Sigurðsson:

Herra forseti. Ég vil koma þeirri leiðréttingu að við mál hæstv, viðskrh., að það verður ekki litið á fiskverð öðruvísi en að telja a.m.k. að það eigi sinn þátt í launum þeirra stétta sem að fisköflun vinna, og á ég þar við fiskimennina. Ef þetta hefur farið fram hjá hæstv. ráðh., sem er þm. fyrir Austurlandskjördæmi, þykir mér það leitt. En ég fullvissa hann um að hókus-pókus aðferðir við fiskverð um næstu áramót munu ekki ganga jafngreiðlega og gerðist haustið 1978 þegar þáv. hæstv. ríkisstj., og þ. á m. hæstv. ráðh. Tómas Arnason, hafði milljarða af íslenskum fiskimönnum í þeim aðgerðum sem gerðar voru þá.