18.11.1980
Sameinað þing: 20. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 734 í B-deild Alþingistíðinda. (603)

46. mál, breytt verðgildi íslensks gjaldmiðils

Fyrirspyrjandi (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Herra forseti. Mér þykir miður að þurfa að biðja um orðið núna aftur, en mér fannst það liggja í orðum hæstv. forseta að ég kynni ekki þingsköp í þessum efnum sem ég vék að í ræðu minni áðan. Ég fullyrði að þingsköp gera ráð fyrir því, ef greinin er öll lesin, að það sé jafnræði á milli fyrirspyrjanda og þess sem svarar. Því hef ég engu við að bæta það sem ég sagði áðan.