18.11.1980
Neðri deild: 18. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 757 í B-deild Alþingistíðinda. (620)

33. mál, málefni Flugleiða hf.

Vilmundur Gylfason:

Herra forseti. Þegar löggjafarvald, þ.e. umboðsmenn skattgreiðenda, veita fyrirtæki fjármagnslega fyrirgreiðslu, þá á sama löggjafarvald, þ.e. sömu umboðsmenn skattgreiðenda, að setja skilyrði. Það er svo lærdómsríkt út af fyrir sig að landslýður fái að sjá hvern hug kommúnistar bera til atvinnulýðræðis. Hér er verið að leggja til atvinnulýðræði. Það er lærdómsríkt fyrir starfsfólk Flugleiða sem og aðra launþega í þessu landi hvernig kommúnistar bregðast við. Ég segi já.