18.11.1980
Neðri deild: 18. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 758 í B-deild Alþingistíðinda. (621)

33. mál, málefni Flugleiða hf.

Ragnhildur Helgadóttir:

Herra forseti. Að vísu er ekki vanþörf á að breyta S. gr. þessa frv. Í henni er prentvilla sem í hugum margra breytir málinu talsvert. Hér hefur verið upplýst að greininni hafi verið breytt munnlega í hv. Ed., bæði af frsm. n. og hæstv. forseta. Ég hef aldrei vitað til þess að það væri nægilegt til að breyta efni lagagreinar. Ég sé ekki að það sé hægt að afgreiða þetta hér úr d. nema annað tveggja liggi fyrir: þskj. prentað upp með leiðréttingu eða þá að fram verði borin skrifl. brtt. og hún samþ. á þann veg sem gengið er út frá að við séum að gera. Annars fer málið frá okkur samþ. nákvæmlega í þeirri mynd sem það liggur hér fyrir.

Í annan stað vil ég geta þess, að ég tók í fyrstu atkvgr. um þessa brtt. afstöðu til hennar. Þar með eru allir liðirnir felldir, þar sem það fram gengur af orðalagi inngangsins. Að vísu getur orðalag greinarinnar staðist án þess að inngangurinn fylgi, en inngangurinn er þannig að efni til, að þar með hlýtur að mega líta svo á að skilyrðin séu fallin.

En að því er þetta einstaka atriði varðar, þá er ég út af fyrir sig ekki mótfallin því, en vegna þess að ég tel mig ekki geta tekið þátt í atkvgr. um mál sem ég er búin að fella, þá get ég ekki tekið afstöðu til þess aftur í sömu atkvgr. og greiði því ekki atkv.