18.11.1980
Neðri deild: 18. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 758 í B-deild Alþingistíðinda. (622)

33. mál, málefni Flugleiða hf.

Forseti (Sverrir Hermannsson):

Vegna aths. hv. 6. þm. Reykv. vil ég taka fram, að ég hef gengið úr skugga um að prentvillan í 5. gr. var leiðrétt af hæstv. forseta Ed. og það er bókað. Handamunur eins og sá, að það skyldi ekki færast milli deilda, getur ekki haft úrslitaáhrif í þessu efni. (RH: Herra forseti. Hvað er það þá sem á að bera undir atkv. í þessari d.?) Í þessari hv. d. Þetta er einfatt mál og fljótlesið. Á ég að gefa fundarhlé meðan menn glöggva sig á hvað þeir eru að samþykkja? — Ég hef verið viðstaddur slíka athöfn sem þá, að forseti hefur úrskurðað langa till. fallna vegna þess að felldur var inngangur eða formálsorð. Og ég hefði getað beitt því, en það ákvað ég að gera ekki og held þess vegna áfram atkvgr. þar sem frá var horfið.