18.11.1980
Neðri deild: 18. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 759 í B-deild Alþingistíðinda. (633)

33. mál, málefni Flugleiða hf.

Albert Guðmundsson:

Herra forseti. Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja, hvernig ég á að koma spurningunni að, en ég vildi gjarnan biðja hv. 4. þm. Suðurl. um að koma hingað og endurtaka það sem hann sagði.

(KP: Hann er genginn úr salnum.) Ef hann viðhefur þau orð að kalla hv. þm. fasista, þegar hann kemur hingað upp í þennan hv. ræðustól til að lýsa ákvörðun sinni um afstöðu í atkvgr., þá ber forseta að víta slíkt orðbragð.