18.11.1980
Neðri deild: 19. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 760 í B-deild Alþingistíðinda. (641)

33. mál, málefni Flugleiða hf.

Ragnhildur Helgadóttir:

Herra forseti. Ríkisstj. hefur staðið með þeim hætti að undirbúningi og umfjöllun þessa máls, að það er ekki fýsilegt að standa að afgreiðslu þess þegar af þeirri ástæðu. Vegna 2. gr. frv. og vegna þeirra skilyrða, sem ríkisstj. setur og fest hafa verið á þskj. tel ég enn ófýsilegra að taka þátt í afgreiðslu þessa frv. En mér er ljóst að einhvern veginn verður að sjá til þess að flugið geti haldið áfram. Mál þetta er komið í hinn mesta hnút og Alþ. í rauninni sett upp að vegg. Þess vegna treysti ég mér ekki til þess að greiða atkv. gegn frv., mér er ljóst, að það þarf að ganga fram, en ég kýs samt af þeim ástæðum, sem ég hef um getið, að sitja hjá og greiði því ekki atkv.