20.11.1980
Sameinað þing: 23. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 839 í B-deild Alþingistíðinda. (745)

91. mál, nýting silungastofna

Flm. (Vigfús Jónsson):

Herra forseti. Ég vil að sjálfsögðu þakka ágætar undirtektir. Mér fannst þó Stefán Valgeirsson aðeins misskilja mig. Það þýðir ekki endilega að vatn sé fullnýtt þó að þar sé veiddur svo mikill silungur að ekki sé fært að veiða meira. Ef við nýtum vatn til fulls, þá er einnig um það að ræða að bæta lífsskilyrðin. Hv. þm. Árni Gunnarsson sagði mjög merkilega sögu áðan sem sýnir hvað það getur þýtt að fullnýta vötnin.

Það að silungur taki ekki agn í einhverjum vötnum er ugglaust hárrétt. Ég hef heyrt þetta líka. En það þýðir ekki það, að ekki sé hægt að nýta vatnið, því að við stöndum hiklaust frammi fyrir því, að sum vötnin nýtum við mun betur með netaveiði en önnur með stöng.

Ég vil endurtaka þakklæti fyrir þessar ágætu undirtektir, og ég vona að þetta mál fái góða fyrirgreiðslu.