21.10.1980
Sameinað þing: 6. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 80 í B-deild Alþingistíðinda. (80)

Afbrigði um útvarpsumræður

Forseti (Jón Helgason):

Ákveðið hefur verið að stefnuræða forsrh. og umr. um hana fari fram n.k. fimmtudag. Fram hafa komið tilmæli frá þingflokki Sjálfstfl. um að meiri hl., sem er í stjórnarandstöðu, fái 20 mínútna ræðutíma í fyrri umferð. Forsrh. hefur farið fram á að fá 10 mínútur til umráða í seinni umferð.

Að fengnu samþykki þingflokka verður leitað afbrigða frá þingsköpum um það, að umr. verði hagað þannig að orðið verði við þessum tilmælum. Umræðunni verður þá hagað þannig, að fyrstur talar forsrh. í 30 mínútur, síðan hafa aðrir flokkar til umráða 20 mínútur hver og einnig stjórnarandstaða Sjálfstfl. Í síðari umferð hefur hver flokkur 10 mínútur til umráða og einnig forsrh.