25.11.1980
Sameinað þing: 24. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 903 í B-deild Alþingistíðinda. (812)

351. mál, greiðsla útflutningsbóta og niðurgreiðslna til bænda

Stefán Valgeirsson:

Herra forseti. Ég vil nú bara vekja athygli á því, að þrátt fyrir þessa þáltill., sem var samþykkt, eru í gildi lög um þetta mál, og lög hafa meira gildi en ályktun. Á ég hér við þá lagagerð sem átti sér stað fyrir tveimur árum, þ.e. breytinguna um Framleiðsluráð landbúnaðarins. Það eru Framleiðsluráð og Stéttarsamband bænda sem hafa heimildir til að velja um leiðir til að stjórna framleiðslunni, og það kann að vera að hv. þm. Eyjólfur Konráð Jónsson vilji gefa þeim einhver fyrirmæli um hvaða leiðir eigi að velja í þessu sambandi. Ég hygg samt að þessi lög standi fyrir sínú, þrátt fyrir allar vanhugsaðar tillögur sem hafa verið samþykktar hér á Alþingi.