27.11.1980
Sameinað þing: 26. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 1006 í B-deild Alþingistíðinda. (910)

57. mál, takmörkun aðgangs erlendra herskipa og herflugvéla að landhelgi Íslands

Stefán Jónsson:

Herra forseti. Ekki vegna þess að hv. síðasti ræðumaður, Eiður Guðnason, minntist ekki á þáltill., sem hér er til umr., heldur aðeins til að rifja upp, með leyfi forseta, athugasemd sem kom í huga mér 1978 þegar blaðamenn spurðu mig að því, hvernig okkur gengi að mynda stjórn með Alþfl., eins og hann hefði ólík viðhorf til varnarmálanna þeim sem við hefðum. Þá kom þessi athugasemd í hug:

Út úr neyð er engin leið,

sem okkur verði greið að rata

í samvinnu við Árna og Eið,

úrbeinaða Nató-krata.