03.12.1980
Efri deild: 19. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 1079 í B-deild Alþingistíðinda. (998)

35. mál, álagning opinberra gjalda

Kjartan Jóhannsson:

Herra forseti. Eins og kemur fram í nál. var ég fjarstaddur afgreiðslu þessa máls og reyndar seinasta fund n. og er heldur ósáttur við að þrátt fyrir að ég hafði bent á, að ég mundi ekki geta mætt á þeim tiltekna tíma sem nefndarfundur var haldinn, var hann haldinn engu að síður.

En um þetta frv, er það að segja, eins og kom fram í máli hv. síðasta ræðumanns, 3. þm. Norðurl. e., að hér er um tæknilega útfærslu að ræða sem ekki verður auðséð hvernig hægt hefði verið að framkvæma öðruvísi en einhvern veginn í þessa veru. Ég er samþykkur þessu frv. og samþykkt þess þó að í því felist náttúrlega engin ábyrgð eða nokkur stuðningur við þá skattaupphæð sem ákveðin var af hæstv, ríkisstj.