09.12.1981
Neðri deild: 19. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 1383 í B-deild Alþingistíðinda. (1142)

96. mál, tímabundið vörugjald

Frsm. minni hl. (Halldór Ásgrímsson):

Herra forseti. Það er orðið alllangt síðan þetta tímabundna vörugjald var upp tekið. Ég man ekki nákvæmlega hvenær það var, en ég hygg að hv. frsm. meiri hl. hafi verið ráðh. í þeirri ríkisstj. sem stóð að því og ég stuðningsmaður þeirrar ríkisstj. Nú háttar svo til að hæstv. ráðh. hefur gerst talsmaður meirihlutaálits hér á Alþingi um að fella það niðar. Harma ég þau sinnaskipti. En ég vil aðeins ítreka það, að minni hl. nefndarinnar, ég ásamt hv. þm. Guðmundi J. Guðmundssyni og hv. þm. Ingólfi Guðnasyni, leggur eindregið til að málið verði samþykkt, og við erum þess fullvissir, að meiri hl. deildarinnar er okkur sammála í þeim efnum.