11.12.1981
Efri deild: 21. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 1438 í B-deild Alþingistíðinda. (1206)

96. mál, tímabundið vörugjald

Félmrh. (Svavar Gestsson):

Herra forseti. Ástæðan fyrir fjarveru hæstv. fjmrh. er sú, að hann var í nótt á samningafundum ásamt opinberum starfsmönnum og fyrir dyrum stendur undirritun þeirra samninga nú kl. 4. Af þeim ástæðum sá ráðh. sér ekki fært að koma hér til fundarins. Ef hv. stjórnarandstaða óskar eftir að málið verði ekki rætt nema að fjmrh. viðstöddum, þá tel ég sjálfsagt að verða við því fyrir mitt leyti. Hins vegar tel ég að það sé í rauninni óþarfi af hv. stjórnarandstöðu að gera slíka kröfu og teldi að það væri hægt að koma öllum athugasemdum á framfæri við hæstv. fjmrh. við 2. umr. málsins. En stjórnarandstaðan ræður því að sjálfsögðu sjálf hvernig hún býr um sig.