11.12.1981
Efri deild: 21. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 1440 í B-deild Alþingistíðinda. (1212)

96. mál, tímabundið vörugjald

Forseti (Helgi Seljan):

Ég vil taka það fram út af þessum orðum og þeim umr. sem hér hafa farið fram, að ég hef ávallt leitast við að verða við óskum þm. um það, að þeir ráðh., sem fara með hin einstöku mál, séu viðstaddir umr. hér þegar þess hefur verið óskað. Ég held að óhætt sé að segja að menn hafi ævinlega orðið við því og ráðherrar hafi mætt hér til andsvara. Og ég mun áfram halda þeirri reglu. Þrátt fyrir það að svo hafi staðið á í dag, að ég hafi talið óhjákvæmilegt að koma þessum tveimur málum nú til nefndar, mun ég áfram halda þeirri reglu að sleppa hæstv. ráðherrum í engu við að svara hv. þdm. þegar þeir óska eftir því.