14.12.1981
Sameinað þing: 35. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 1453 í B-deild Alþingistíðinda. (1240)

154. mál, stuðningur við pólsku þjóðina

Forsrh. (Gunnar Thoroddsen):

Herra forseti. Ríkisstjórn Íslands gerði á fundi í dag svolátandi ályktun vegna atburða í Póllandi síðustu daga:

„Setning herlaga og afnám mannréttinda í Póllandi er atburður sem vakið hefur óhug víða um heim. Ríkisstjórn Íslands fordæmir beitingu slíks ofríkis og lætur þá von í ljós, að Pólverjum takist þrátt fyrir allt að leysa vandamál sín án blóðugra átaka. Sérstök ástæða er til að vara við þeirri hættu sem friði og öryggi í Evrópu getur stafað af utanaðkomandi íhlutun í atburðarásina í Póllandi.“

Þetta leyfi ég mér fyrir hönd ríkisstj. að tilkynna Alþingi.