17.12.1981
Efri deild: 26. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 1695 í B-deild Alþingistíðinda. (1366)

55. mál, lánsfjárlög 1982

Forseti (Helgi Seljan):

Ég vil aðeins taka það fram út af ummælum hv. síðasta ræðumanns um setu ráðherra hér í deildinni, að fjarvistir þeirra úr deildinni hér stafa að miklu leyti af því, ef ekki öllu, að þeir hafa verið mjög stíft kallaðir til áheyrnar og andsvara í Nd. einnig og það mun vera mjög erfitt að sinna hvoru tveggja. (Gripið fram í.) Já, en þeir hafa ítrekað verið kallaðir héðan úr deildinni. Mér er fullkunnugt um það.