18.12.1981
Sameinað þing: 38. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 1842 í B-deild Alþingistíðinda. (1507)

1. mál, fjárlög 1982

Frsm. meiri hl. (Geir Gunnarsson):

Herra forseti. Fjvn. hefur fjallað um fjárlagafrv. milli 2. og 3. umr. og leggur sameiginlega fram brtt. á þsk j. 243 varðandi ýmsa útgjaldaliði svo og 6. gr. frv., þ. e. heimildagrein. Auk þess flytur meiri hl. n. brtt. við 5. gr. og tekjuhlið frv. á þskj. 247.

1. till., sem nefndin flytur sameiginlega, er varðandi æðstu stjórn ríkisins, þ. e. embætti forseta Íslands, vegna endurbóta og viðhalds á húsinu nr. 72 við Laufásveg, en þetta hús gáfu hjónin Sigurliði Kristjánsson og Helga Jónsdóttir ríkinu í því skyni að það yrði höfuðborgarsetur forseta Íslands og að öðrum kosti aðsetur erlendra gesta ríkisstj. svo sem þjóðhöfðingja. Er lagt til að þessi liður hækki um 350 þús. kr.

Þá er forsrn.: Þjóðgarðurinn á Þingvöllum og Þingvallanefnd. Liðurinn viðhald hækki um 200 þús. kr. vegna kostnaðar við endurbætur, þ. e. einangrun á Þingvallabænum.

Menntmrn.: Háskóli Íslands. Liðurinn hækkar um 3 millj. kr. Þar af hækka laun um 1 millj. 895 þús. kr. og önnur rekstrargjöld um 1 millj. 105 þús. kr. Í þessum tillögum er gert ráð fyrir nokkrum nýjum stöðugildum við Háskólann.

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi: Önnur rekstrargjöld. Liðurinn hækkar um 100 þús. kr. vegna bókmenntakynningar í Bandaríkjunum á næsta sumri.

Þá er nýr liður: Framhaldsskólinn í Neskaupstað. Gjaldfærður stofnkostnaður 700 þús. kr., en niður fellur undir liðnum Grunnskólar Gagnfræðaskólinn í Neskaupstað 700 þús. kr. Hér er einungis um að ræða tilfærslu á fjárveitingu til þessa skóla.

Iðnskólar almennt hækka um 500 þús. kr., gjaldfærður stofnkostnaður. Í sundurliðun hækkar Iðnskólinn í Reykjavík um þessa sömu upphæð, en hér er um að ræða fjárveitingu til endurbóta á mötuneytisaðstöðu í skólanum.

Liðurinn Tónlistarfræðsla: Aðrir tónlistarskólar. Laun hækka þar um 1 millj. kr. til að bætt verði greiðslustaða ríkissjóðs gagnvart þessum skólum.

Samvinnuskólinn: Laun hækka um 50 þús. kr., þar sem í frv. hefur verið gert ráð fyrir lægri tölu nemenda en reyndin verður.

Liðirnir Grunnskólar í hinum ýmsu fræðsluumdæmum úti á landi hækka samtals um 1 millj. kr. vegna kostnaðar við akstur skólabarna. Er með þessari till. ætlunin að bæta greiðslustöðu ríkissjóðs gagnvart grunnskólunum.

Stofnanir afbrigðilegra barna: Liðurinn hækkar um 1 027 200 kr. Það er í fyrsta lagi Öskjuhlíðarskóli, en þar hækka launin um 99.400 kr. og önnur rekstrargjöld um 250 þús. kr. Þjálfunarskólar: Laun hækka við Lyngás um 55.200 kr. á geðdeild Barnaspítala Hringsins um 31.100 kr., á Kópavogshæli um 427 þús. kr., hjá Sólborgu um 128.600 kr. og að Skálatúni um 35.900 kr.

Þá er rétt að geta þess varðandi málefni Félagsstofnunar stúdenta, að gert er ráð fyrir að stofnuninni sé heimilt að taka lán að upphæð allt að 3.6 millj. kr. á næsta ári til endurbóta á Nýja Garði á þeim grundvelli að lánið verði endurgreitt með framlögum á fjárlögum á hliðstæðan hátt og gert hefur verið varðandi Gamla Garð.

Þá er till. um nýjan lið: Safngripaviðgerðir, námsvistargjöld 200 þús. kr. Hér er um að ræða greiðslu á námsvistargjöldum fyrir fjóra Íslendinga sem stunda nám í viðgerðum á safngripum í Kaupmannahöfn.

Liðurinn Náttúruverndarráð: Launaliður, hækkar um 10 þús. kr. hjá Þjóðgarðinum í Skaftafelli.

Íslenska tónverkamiðstöðin hækkun um 100 þús. kr. og liðurinn verður þá 150 þús. kr.

Liðurinn Félagsheimilasjóður hækkar um 3 millj. 145 þús. kr. þar sem fallið hefur verið frá skerðingu á framlagi til sjóðsins.

Ólympíunefnd: Liðurinn er hækkaður um 25 þús. kr. og verður 100 þús. kr.

Liðurinn Eyðing vargfugls hækkar um 15 þús. kr. og verður 30 þús. kr.

Þá hefur fallið niður úr prentun ein tillaga frá nefndinni á liðnum ýmislegt hjá menntmrn. og verður flutt um það till. Það er Minningarstofa séra Bjarna Þorsteinssonar, Siglufirði, stofnkostnaður 85 þús. kr. Er gert ráð fyrir að þetta sé fyrri greiðslan af tveimur.

Aðalskrifstofa í utanrrn.: Inn í textann Kvikmyndir fyrir sendiráð til landkynningar bætist orðið „myndbönd“ og verði: Kvikmyndir og myndbönd fyrir sendiráð til landkynningar. Það hækki um 39.800 kr. og verði 100 þús. kr.

Á landbrn. hækkar Búnaðarfélag Íslands þar sem kemur inn nýr liður: Hlunnindaráðunautur í hálfu stöðugildi 75 þús. kr.

Rannsóknastofnun landbúnaðarins. Þar hækkar liðurinn Stóra-Ármót um 140 þús. kr., en þar er um að ræða laun tilraunastjóra samkv. lögum sem sett hafa verið um þessa tilraunastöð.

Á liðnum Veiðimálaskrifstofan hækka önnur rekstrargjöld um 100 þús. kr. til könnunar á úthafsveiðum á laxi.

Liðurinn Stofnlánadeild landbúnaðarins, vegna Lífeyrissjóðs bænda, hækkar um 1.5 millj. kr. Í frv. er gert ráð fyrir skerðingu á framlagi til Stofnlánadeildar landbúnaðarins, en ekki er ætlunin að sú skerðing nái til framlags til Lífeyrissjóðs bænda sem er hluti af framlaginu til Stofnlánadeildarinnar, og því er þessi till. flutt um hækkun liðarins um 1.5 millj. kr.

Framlög samkv. jarðræktarlögum hækka um 2 millj. kr., liðurinn verður þá 48 295 200 kr. Liðurinn Til búfjárræktar hækkar um 200 þús. kr. og verður 5 547 800 kr.

Búnaðarsamband Austur-Skaftafellssýslu hækkar um 26.600 kr. og verður 50 þús. kr.

Á Bændaskólanum á Hólum hækka önnur rekstrargjöld um 200 þús. kr. og einnig gjaldfærður stofnkostnaður vegna hitaveitu um 200 þús. kr.

Hjá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu kemur nýr liður: Dómhús í Reykjavík 100 þús. kr., til að greiða gatnagerðargjald af lóð undir dómhús í nýja miðbænum.

Liðurinn Sýslumaður í Búðardal: Þar hækkar gjaldfærður stofnkostnaður um 400 þús. kr. vegna húsbyggingar.

Landhelgisgæslan. Þar hækkar liðurinn um 714.800 kr., en sú breyting felst í fyrsta lagi í því, að laun lækka um 1.801.600 kr., önnur rekstrargjöld hækka um 2.042.200 kr. og gjaldfærður stofnkostnaður hækkar um 474.200 kr. með þessum breytingum felst að Ægir og Týr verði í rekstri í 10 mánuði, Óðinn í 5 mánuði og Þór í 6 mánuði, en fluggæslan verði eins og er í fjárlagafrv. Liðurinn Önnur rekstrargjöld hækkar vegna breyttra verðforsendna á olíu, en hækkunin á gjaldfærðum stofnkostnaði er ætluð til að kaupa ljósavél í Ægi, olíueyðslumæli o. fl.

Liðurinn Bifreiðaeftirlit, önnur rekstrargjöld hækkar um 1.5 millj. kr., og liðurinn Almannavarnir ríkisins hækkar um 234 þús. kr. vegna Kröflu.

Liðurinn Ríkisfangelsi hækkar um 2 millj. kr., þ. e. bygging ríkisfangelsis.

Liðurinn Hið íslenska biblíufélag hækkar um 200 þús. kr.

Dómprófastsembættið í Reykjavík hækkar um 15 þús. kr., og Tónskóli þjóðkirkjunnar hækkar um 130 þús. kr. vegna ráðningar lausráðins raddþjálfara.

Liðurinn Kirkjubyggingasjóður hækkar um 420 þús. kr. og verður 820 þús. Annars vegar hækkar liðurinn um 320 þús. kr. vegna ákvæða um verðlagsbætur í lögum og hins vegar um 100 þús. kr. vegna sérstakrar skuldagreiðslu.

Hjá félmrn. hækkar liðurinn Framkvæmd laga um aðstoð við þroskahefta um 1 millj. kr. og verður þá 7 millj. 174 þús. kr.

Liðurinn Leigjendasamtökin hækkar um 20 þús. kr. og verður 40 þús. kr.

Hjá heilbrrn. hækka laun á aðalskrifstofu um 150 þús. kr. vegna ráðningar tæknifræðings sem á að sjá um eftirlit með greiðslum á framlögum til viðhalds á sjúkrahúsum. Í sambandi við útgjöld vegna rekstrar sjúkrahúsa má geta þess, að unnið hefur verið að því að undanförnu að rekstur Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri verði ekki fjármagnaður með daggjöldum, heldur fari um greiðslur á sama hátt og um ríkisspítala. Þar sem lagaheimildar hefur ekki verið aflað getur ekki orðið af breytingum nú við afgreiðslu fjárlaga, en fjvn. mun vinna að frekari athugun þessa máls á næstunni.

Landspítalinn hækkar um 4 millj. 614 þús. kr., þ. e. gjaldfærður stofnkostnaður, og verður 38 millj. 117 þús. kr. Á liðnum Landspítalinn, fjárfestingar verða þær aðalbreytingar frá því sem greinir á bls. 225 í fjárlagafrv., að hækkun verður á framlagi til byggingar geðdeildar um 3 millj. 109 þús. kr., framlag til barnaheimilis Sumargjafar hækkar um 685 þús. kr. — það var samþykkt áður við 2. umr. — og í stað liðarins K-bygging 1 millj. kr. kemur: Bygging vegna krabbameinslækninga 4 millj. kr Hér er um að ræða framlag til byrjunarframkvæmda við sérhæfða byggingu fyrir geislunar- og lyfjameðferð fyrir krabbameinssjúklinga, en heildarkostnaður við þær framkvæmdir er talinn nema 62.4 millj. kr. miðað við byggingarvísitölu 1100.

Þá er tillaga um innbyrðis tilfærslu á stofnframlögum milli sjúkrastofnana á suðurlandi, en heildarútgjaldaupphæðin breytist ekki.

Sjúkrahús og læknisbústaðir, viðhald samkv. lögum nr. 57/1978 hækkar um 12 millj. og er þá gert ráð fyrir að ríkissjóður greiði áfram 85% viðhaldskostnaðar í stað þess að gert var ráð fyrir 50% greiðslu í frv., en jafnframt er í annarri brtt., eins og ég áðan gat um, ætlað fjármagn til að ráða tæknimenntaðan mann hjá heilbrmrn. til að hafa eftirlit með greiðslukröfum.

Heilsuverndarstöðvar, styrkur lækkar um 1 millj. kr. og verður 3 079 200 kr.

Hjá fjmrn. hækkar styrktarfé og eftirlaun ýmissa embættismanna um 9 þús. kr. vegna eins einstaklings sem bætist við.

Vegna launa og verðlagsmála, liður a. Laun: Þar er um að ræða hækkun um 25 millj. kr. vegna endurmats á útgjöldum vegna löggæslukostnaðar, þ. á. m. kostnaði við Rannsóknarlögreglu ríkisins. Og liður b. Til einstaklinga og samtaka: Þar lækkar liðurinn um 15 millj. kr. og verður 125 millj.

Vegagerð ríkisins. Liðurinn hækkar um 26 millj. 930 þús. kr. og verður 593 millj. 330 þús. kr., en sérstök sundurliðun kemur fram í brtt. Heildarupphæðin nemur þá 2.2% af vergri þjóðarframleiðslu miðað við verðlagsforsendur frv.

Hafnarframkvæmdir vegna skipaiðnaðar. Þar er nýr liður: Skipaverkstöð í Reykjavík 1.5 millj. kr. Ferðamálaráð: Til fyrirtækja og atvinnuvega hækkar um 1 millj. kr., verður 1 millj. 330 þús. kr., þar af 1 millj. til hlutafjárkaupa í Hótel Stykkishólmi.

Iðnrn: Þar er nýr liður: Iðnráðgjafar 700 þús. kr. Orkustofnun: Önnur rekstrargjöld hækka um 1.5 millj. kr. Þar er um að ræða hækkun á framlagi til jarðhitarannsókna á háhitasvæðum og verður liðurinn þá alls 5 millj. kr.

Liðurinn Hólsfjallabæir hækkar um 150 þús. kr. og liðurinn Setlagarannsóknir hækkar um 300 þús. kr. og verður 600 þús. kr.

Þá er breyting á 1. gr. frv., lánabreytingum út, hlutafjárframlög, Alþjóðaframfarastofnunin 900 þús. kr. til að greiða framlag Íslands á fjórum árum í stað fimm eins og gert var ráð fyrir áður.

Þá eru brtt. við 6. gr., heimildagrein. Þær eru birtar á síðustu blaðsíðum þskj. 243, á tveimur og hálfri síðu, og ég vísa til þeirra og tel óþarft að lesa þær upp orð fyrir orð.

Þá er komið að till. meiri hl fjvn. á þskj. 247:

Það er brtt. við 4. gr., Landnám ríkisins: Liðurinn Grænfóðurverksmiðjur lækkar um 450 þús. kr. Annars vegar er um að ræða hækkun um 300 þús. kr. á liðnum Vegna endurbóta á vélbúnaði Fóðuriðjunnar í Ólafsdal og hins vegar er fellt niður 750 þús. kr. framlag til Grænfóðurverksmiðjunnar í saltvík, Þingeyjarsýslu, en þess í stað er gert ráð fyrir að ríkið leggi til 3 millj. kr. í hlutafé í fyrirtækinu og sú upphæð greiðist af liðnum Hlutafjárframlög í 1. gr.

Í B-hluta, 5. gr., eru flestar brtt. Þær eru flestar til samræmis við aðrar brtt. í A-hluta. Inn á Landhelgissjóð eru teknar greiðslur vegna kaupa á þyrlu sem keypt var á þessu ári. Þar er einnig um að ræða Sementsverksmiðju ríkisins. Lántaka hækkar á liðnum Fjárfestingar um 8 millj. í samræmi við lánsfjáráætlun. Þá hefur fallið niður ein tillaga, sem verður flutt síðar, um flugstöð í Keflavík vegna endurbóta á aðstöðu í eldhúsi. Það eru 800 þús. kr. í samræmi við lánsfjáráætlun. Hjá Rafmagnsveitum ríkisins hækkar liðurinn Tekin lán um 10 millj. kr. og fjárfestingar um sömu upphæð. Þessi liður féll niður við afgreiðslu fyrir 2. umr.

Er þá komið að tillögum meiri hl. við tekjuhlið frv. Aðflutningsgjöld hækka um 6 millj. kr. vegna lagasetningar um gjöld á innfluttum húsum sem er til umr. nú á Alþingi, og í öðru lagi er gert ráð fyrir að laga verði sem nemur hálfu núverandi innflutningsgjaldi á sælgæti og kex frá 1. mars, eins og byggt er á í fjárlagafrv. Vaxtatekjur, fyrst og fremst vegna þinggjalda, eru hækkaðar um 8 millj. kr.

Verði till. fjvn. og meiri hl. fjvn. samþykktar svo og tillögur samvn. samgm. varðandi framlög til flóabáta og vöruflutninga og till. menntmn. um heiðurslaun listamanna munu heildartekjur á fjárlögum ársins 1982 nema 7 milljörðum 967 millj. og 266 þús., en heildargjöld 7 milljörðum 908 millj. og 759 þús. kr. Rekstrarafgangur er þá 58 millj. 507 þús. kr. og að teknu tilliti til breytinga á lánahreyfingum nemur greiðsluafgangur 25 millj. 84 þús. kr.