18.12.1981
Efri deild: 31. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 1876 í B-deild Alþingistíðinda. (1547)

73. mál, Framkvæmdasjóður aldraðra

Karl Steinar Guðnason:

Herra forseti. Ég og félagar mínir erum samþykkir þessu frv. að öllu öðru leyti en því, að við erum ósáttir við þá grein er fjallar um innheimtu gjaldanna. Við teljum að miklu eðlilegra sé að hafa þetta sem hluta af tekjuskatti í stað þess að vera með einn skattinn í viðbót. Að hafa þetta sem sérstakan skatt er aðeins til að gera kerfið flóknara. Við teljum að það sé ástæða til að fækka sköttum frekar en fjölga þeim. Sama árangri hefði mátt ná með því að hafa þessa innheimtu í tekjuskatti.

Að öðru leyti erum við samþykkir frv. Það reyndi á það í Nd., að það var ekki fylgi fyrir brtt. er Alþfl.-menn fluttu þar um þetta mál, þ. e. varðandi innheimtuna, og tel ég ástæðulaust að reyna það aftur hér, en ítreka að að öðru leyti erum við samþykkir frv.