19.12.1981
Sameinað þing: 39. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 1887 í B-deild Alþingistíðinda. (1592)

1. mál, fjárlög 1982

Fjmrh. (Ragnar Arnalds):

Herra forseti. Hv. þm. Lárus Jónsson og hv. þm. Eyjólfur Konráð Jónsson héldu því fram áðan, að aðeins einn liður hefði verið tekinn út úr listanum yfir þær lántökuheimildir sem hefðu verið til umr. í hv. fjh.- og viðskn. Ed. Þetta er rangt, eins og hv. þm. geta allir séð. Við erum að greiða hér atkv. um hvern liðinn af öðrum sem voru þar til umr. Það eru samtals fjórir liðir, 3.8, 3.9, 3.10 og reyndar 3.7, sem upphaflega var greitt atkv. um. Það þótti rétt að nánar athuguðu máli að veita þessar heimildir. Þm. hljóta auðvitað að taka efnislega afstöðu til þess, hvort um er að ræða nauðsynlegar framkvæmdir og nauðsynleg kaup eða ekki. Ég hef gert það. Ég tel að hér sé um óhjákvæmilegar aðgerðir að ræða og segi því já.