19.12.1981
Sameinað þing: 39. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 1891 í B-deild Alþingistíðinda. (1604)

1. mál, fjárlög 1982

Lárus Jónsson:

Herra forseti. Það var eiginlega til þess að bera af mér sakir vegna þess sem hæstv. fjmrh. sagði. Mér finnst hann vilja skjóta sér á bak við mig og fleiri í sambandi við þessar ákvarðanir sínar um að afla heimildar á 6. gr. fjárlaga fyrir þessum lántökum. Ég minnist þess, að hæstv. ráðh. kom að máli við mig og ræddi þetta við mig og ég sagði orðrétt, held ég, við hann: Mér finnst það skárra bókhald. — Þegar það lá fyrir, að lánsfjárlög yrðu ekki samþykkt fyrir áramót, orðaði ég þetta þannig, ef hæstv. ríkisstj. hefði hugsað sér að taka þessi lán: Mér finnst það skárra bókhald, að hæstv. ráðh. hafi þó heimild í 6. gr. fjárlaga. — Þetta er orðrétt það sem fór okkar á milli.