19.12.1981
Sameinað þing: 39. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 1894 í B-deild Alþingistíðinda. (1618)

165. mál, frestun á fundum Alþingis

Forsrh. (Gunnar Thoroddsen):

Herra forseti. Á þskj. 220 flyt ég till. um að Alþingi álykti að veita samþykki til þess að fundum þingsins verði frestað frá 19. des. 1981 eða síðar, ef henta þykir, enda verði það kvatt saman á ný eigi síðar en 20. jan. 1982.

Mörg undanfarin ár hefur það tíðkast og verið þannig flest árin eða síðustu tvo áratugi, að eftir jólahléið hefur Alþingi verið kvatt saman síðari hluta janúar, oft í síðustu viku. Í þessari till. er gert ráð fyrir að Alþingi komi saman að nýju heldur fyrr eða 20. janúar. Vænti ég þess, að þingheimur fallist á þessa tillögu.